from “Það sem áður var skógur”

I.

ríf upp svörðinn

fletti sundur lögunum
eins djúpt og ég kemst
vitandi að sköpun líkist í fyrstu
niðurrifi

allt í augnablikinu hrátt
en jörðin þolinmóð

líkamar hrinda frá sér sýkingu
en pappírinn, forvitinn
drekkur í sig blekið


V.

við hreiðrum um okkur
loksins komin á þann stað
sem við óttuðumst að væri til

það er ekki eins og hitt

ekki eins og aldan
sem síar blóð
úr líkamanum

ekki eins og það

heldur lúmskt
líkt og rökkrið

eins og viðjurnar
sem bíða þess að letra
í kyrrt vatnið

við lokum augunum
til að fylgjast betur með

þreifum á myrkrinu
og finnum þar eitthvað
til þess eins að tapa því aftur

þrykkjum fast
hvort á annað
búin undir að elta förin aftur út


X.

ég sit við opinn glugga

kvöldið læðist ekki inn
heldur verður hluti af herberginu
brú yfir í kuldann úti

hann reykir pípu eða kannski er það ég
og reykurinn ilmar eins og arinn
eins og það sem áður
var skógur